Listin að sleppa við sturtuna

 

Hér á eftir fara hugmyndir að spurningum og hugsanlegum svörum sem hægt er að styðjast við þegar textinn er lesinn.

  • Hvað er höfundurinn að reyna að segja okkur þegar hann segir að Logi hafi verið lítill og seinþroska? Getur verið að hann sé að segja að þó unglingar séu seinþroska eigi þeir bara eftir að ná þroska síðar og geti orðið mestir og bestir seinna meir.
  • Hvað er höfundur að meina þegar hann segir að Logi sé ekki sá eini sem hefur lent í efa með sjálfan sig?
  • Hvað er höfundurinn að meina þegar hann segir að foreldrar eigi að hrósa börnum sínum? Gæti verið að foreldrar hans hafi ekki verið nógu duglegir að byggja upp hans sjálfsmynd? Eða voru þau dugleg að gera það og þess vegna er hann með sjálfstraustið í lagi í dag þó að hann hafi vantað það þegar hann var unglingur? Útskýrir höfundur þetta nógu vel?
  • Hvað er höfundur að meina þegar hann segir að Logi sé loðnari en Fúsi? Eru það nægar upplýsingar svo hægt sé að vita hvað höfundur á við?
  • Hver eru skilaboð höfundarins þegar hann segir að enginn sigur sé eins ljúfur og sá sem maður vinnur á sjálfum sér? Getur verið að þessi málsgrein sé kjarninn í kaflanum, það að sigrast á minnimáttarkenndinni var erfitt en mjög ljúft þegar það tókst loksins?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 10:13 eh