Knattspyrnan í kvikmyndum

 

Hér á eftir fara hugmyndir að spurningum og hugsanlegum svörum sem hægt er að styðjast við þegar textinn er lesinn.

  • Hvað er höfundurinn að meina með því að fótboltinn sé táknmynd átaka, drauma og margbreytni í samfélaginu? Gæti hann verið að tala um að við getum líkt fótboltanum við daglegt líf fólks?
  • Hvernig líkir hann saman fótbolta og kvikmyndum? Hvað er hann að meina með þessari samlíkingu? Getur verið að hann sé að tala um að fótbolti og kvikmyndir séu bæði afþreying?
  • Hvað er höfundurinn að meina með því að segja að Bretar hafi framleitt flestar kvikmyndir um fótbolta eins og við er að búast? Útskýrir hann þetta eitthvað nánar? Getur verið að hann sé að vísa til þess að enski boltinn er mjög frægur um allan heim og að Englendingar eru mjög meðvitaðir um stöðu þeirra í fótbolta á heimsvísu?
  • Hvað á höfundurinn við þegar hann talar um að engin landamæri hafi verið á milli hrifningar og gagnrýni á ofbeldi í myndinni „The football factory? Er hægt að sjá út frá orðalagi höfundar hvað honum finnst um þessar fótboltabullumyndir? Getur verið að honum finnist myndin „The Firm“ best af þessum myndum vegna þess að hún útskýrir hatur fótboltabullnanna? Getur verið að við sjáum það á orðalaginu sem hann notar um hinar myndirnar – „engin landamæri milli hrifningar og gagnrýni“ og „óljóst melódrama og missir marks“?
  • Af hverju fer höfundur að bera saman líf atvinnudómarans í kvikmyndinni „Kill the refegee“ við líflátshótanir dómarans Howard Webb? Getur verið að með því sé hann að segja okkur að kvikmyndin sýni lífið eins og það raunverulega er hjá atvinnudómurum?
  • Hvers vegna talar höfundur um kvikmyndina „Zidane: A 21st century Portrait“ sem listaverk? Getur verið að höfundi finnist þessi mynd svona góð og vilji koma þeim skilaboðum til lesenda?
  • Segir höfundur okkur hvers vegna ólíklegt sé að við fáum að sjá hvað raunverulega gerist á bak við tjöldin þegar leikmenn eru keyptir og seldir? Af hverju er höfundurinn að benda á þetta? Getur verið að það sé vegna þess að þessi heimur þolir illa dagsljósið?
  • Af hverju er höfundur að minnast á Berlusconi? Útskýrir hann þetta nógu vel?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 10:08 eh