Leiðbeiningar til nemenda

 

Tilgangur

Kennsluaðferðin að spyrja höfundinn hjálpar þér að skilja hvað höfundurinn er að meina með textanum. Einnig hjálpar aðferðin þér að hugsa um textann á gagnrýninn hátt og dýpkar skilning þinn á textanum.

Lestu textann með áherslum og taktu eftir greinarmerkjum við lesturinn. Það hjálpar þér að ná betri skilningi.

Gögn

Þú þarft að hafa nokkrar grunnspurningar til viðmiðunar. Þær er að finna á að spyrja höfundinn þankasíðu. Á þankasíðunni eru einnig nokkrar línur þar sem þú getur skrifað niður hugrenningar þínar og ályktanir.

Aðferð

  1. Lestur. Lestu textann þar til þú kemur að einhverju atriði sem hægt er að skilja á marga vegu eða ef þér finnst að höfundurinn hafi sagt eitthvað sem þarfnast frekari útskýringa. E.t.v. er kennarinn þinn búinn að ákveða hvar gott sé að stoppa í textanum til þess að þú getir velt honum fyrir þér.
  2. Spurningar til höfundarins. Notaðu spurningarnar á að spyrja höfundinn þankasíðu til þess að draga ályktanir út frá textanum. Meginatriðið er að þú veltir því fyrir þér hvað höfundurinn sé að meina með því sem hann skrifar. Hafðu alltaf í huga að höfundurinn er ekki hafinn yfir gagnrýni.
  3. Ályktanir og hugmyndir. Skrifaðu niður hugmyndir þínar og ályktanir á að spyrja höfundinn þankasíðu.
  4. Lestu textann áfram þar til þú þarft að stoppa aftur og endurtaktu lið 1 til 3 þar til lestri textans er lokið.
  5. Ef þú átt að skila verkefninu til kennarans þá geturðu gert það núna.
Síðast breytt: laugardagur, 10 september 2011, 02:04 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla