Leiðbeiningar til kennara

Tilgangur

Tilgangur þessarar lesskilningsaðferðar er að hjálpa til við umræður um textann og aðstoðar nemendur við að finna dýpri merkingu textans.

Notkun

Þessi aðferð er notuð á meðan á lestri stendur og hægt er að nota hana hvort sem er við lestur upplýsingatexta eða bókmenntatexta. Gott er að nota þessa aðferð á texta sem hvetur til gagnrýnnar hugsunar og umræðna.

Gögn

Gott er að nota að spyrja höfundinn þankasíðu, en þar eru spurningar sem aðstoða við að koma auga á þau atriði sem höfundurinn er að reyna að segja lesendum.

Aðferð

  1. Í upphafi ætti að taka fram að allur texti er mannanna verk og höfundar texta eru misjafnir og hafa misjafnar skoðanir og sjónarhorn. Enginn er hafinn yfir gagnrýni og höfundar sýna okkur aðeins inn í ákveðinn hugarheim sem okkur er frjálst að vega og meta.
  2. Lesa þarf textann í merkingarbærum einingum þannig að hægt sé að hefja umræður um hvað höfundur er að reyna að segja lesendum. Einingarnar þurfa að vera það stórar að þær hjálpi nemendum að setja saman merkingu sem tengist meginskilningi textans. Lesturinn fer ýmist fram í hljóði eða upphátt og kennari eða nemandi les.
  3. Kennari setur fram spurningar eða fyrirspurnir sem leiða nemendurna að meginskilningi textans. Fyrstu spurningarnar þurfa að vera þannig úr garði gerðar að sem flestir geti tekið þátt í þeim og þannig hefjast umræður. Gott er að nota svör nemenda til þess að búa til nýjar spurningar og þannig getur umræðan færst til. Einnig er hægt að styðjast við spurningar af að spyrja höfundinn þankasíðu.
  4. Næsti textahluti er lesinn og ferlið er endurtekið.
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:58 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla