Heimskar kerlingar

 

Þegar kennari og nemendur reyna að fanga meginhugsun hverrar efnisgreinar er gott að hafa spurnarorðin hver, hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig í huga. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um hvernig væri hægt að nota þessi spurnarorð í tengslum við lestur textans.

 • Hvað átti konan að gera við kúna og hænuna?
 • Hvað fékk hún mikið fyrir kúna?
 • Var þetta rétt verð?
 • Hvað hélt konan að hún væri orðin þegar hún vaknaði um morguninn?
 • Af hverju hélt hún að hún væri orðin örn?
 • Af hverju er bóndinn reiður við konuna sína?
 • Hvað ætlar bóndinn að reyna að finna?
 • Hvernig hjálpar hann fyrstu kerlingunni sem hann hittir?
 • Hvernig launar hún honum?
 • Hvernig hjálpar hann annarri kerlingunni sem hann hittir?
 • Hvað fær hann að launum?
 • Hvaðan segist bóndinn vera?
 • Hvað heyrist þriðju kerlingunni hann segja?
 • Hvað hétu menn kerlingar?
 • Hverju lýgur bóndinn að kerlingunni?
 • Hvað fær hann hjá henni?
 • Af hverju verður maður þriðju kerlingarinnar æfur þegar hann kemur heim?
 • Af hverju trúði karl orðum þriðju kerlingarinnar?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:48 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla