Glóandi bómullarþráður lýsti í myrkrinu.

 

Þegar kennari og nemendur reyna að fanga meginhugsun hverrar efnisgreinar er gott að hafa spurnarorðin hver, hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig í huga. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um hvernig væri hægt að nota þessi spurnarorð í tengslum við lestur textans.

 • Hvaða merkilegi atburður átti sér stað árið 1802?
 • Af hverju var þessi atburður svona merkilegur?
 • Hve lengi stóð kapphlaupið yfir?
 • Hvernig þurfti að búa um bómullarþráðinn svo hann brynni ekki strax upp?
 • Hvað er höfundurinn að meina með uppsprettu? (Hér þarf að álykta). Uppspretta er útskýrt í orðabók sem vatn sem kemur upp úr jörðu, en hvað þýðir það í þessu samhengi? Gæti það þýtt uppruni rafmagnsins? Hvernig tengist það uppsprettu?
 • Hverju gat sá, sem myndi leysa ljósaperugátuna, átt von á?
 • Hvað sögðu menn að myndi breytast til batnaðar þegar perur væru orðnar góðar?
 • Hver fékk fyrst einkaleyfi á ljósaperu?
 • Hverjir voru gallar þeirrar ljósaperu?
 • Hver var að lokum kallaður „faðir ljósaperunnar“?
 • Hvenig lauk keppninni um ljósaperuna?
 • Af hverju vann Edison? (Hér þarf að álykta).
 • Hver var fyrsta opinbera byggingin sem var lýst með rafljósum?
 • Hvaða öld er sögð vera öld ljósaperunnar?
 • Hvernig perur taka nú við á 21. öldinni og af hverju?

 

Síðast breytt: mivikudagur, 14 september 2011, 08:54 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla