Leiðbeiningar til nemenda

 

Tilgangur

Kennsluaðferðin að greina aðalatriði í texta hjálpar þér að ná heildarskilningi textans. Hún hjálpar þér að finna þau atriði sem skipta máli í textanum.

Lestu textann með áherslum og taktu eftir greinarmerkjum við lesturinn. Það hjálpar þér að ná betri skilningi.

Gögn

Þú þarft að hafa að greina aðalatriði í texta þankasíðu og samantektarsíðuna endursögn – bókmenntir eða samantektarsíðuna endursögn - upplýsingatexti hjá þér eða opna þær í tölvunni. Þú velur samantektarsíðu eftir því hvort þú ert að lesa bókmenntatexta eða upplýsingatexta.

Aðferð

  1. Lestur. Lestu eina efnisgrein.
  2. Skilningur. Hugsaðu um það hvort þú hafir skilið allan textann í efnisgreininni. Ef þú skilur ekki einhver orð skaltu athuga þau í orðabók eða spyrja einhvern.
  3. Meginhugsun. Skrifaðu eina til tvær setningar um meginhugsun efnisgreinarinnar á að greina að aðalatriði í texta þankasíðu. Hugsaðu um spurnarorðin hver, hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig, þau geta hjálpað þér að finna hvað gæti skipt máli.
  4. Endurtekning. Lestu næstu efnisgrein og endurtaktu lið 1 til 3, allt þar til lestri textans er lokið.
  5. Samantekt. Notaðu samantektarsíðuna endursögn – upplýsingatexti eða endursögn – bókmenntir til þess að skrifa niður aðalatriði textans. Hugsaðu um heildarhugmynd textans og slepptu þeim atriðum sem ekki skipta máli fyrir heildarhugmyndina.
  6. Ef þú átt að skila verkefninu til kennarans þá getur þú gert það núna.
Síðast breytt: laugardagur, 10 september 2011, 02:03 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla