Leiðbeiningar til kennara

 

Tilgangur

Aðferðin er notuð til þess að ná heildarskilningi texta. Hægt er að greina aðalatriði texta á fjölmargan hátt. Þegar greind eru aðalatriði í texta er lesandinn að taka saman þau atriði textans sem skipta máli fyrir skilning hans á textanum.

Notkun

Hægt er að nota þessa aðferð bæði á upplýsingatexta og bókmenntatexta.  Aðferðin er notuð meðan á lestri stendur og eftir að lestri er lokið.

Gögn

Að greina aðalatriði í texta þankasíðu er gott að hafa en þar er hægt að skrifa niður meginhugsun hverrar efnisgreinar. Einnig er hægt að nota samantektarsíðurnar endursögn – bókmenntir eða endursögn – upplýsingartexti til þess að styðjast við þegar tekin eru saman aðalatriði textans í lokin. Það fer eftir eðli textans hvor samantektarsíðan er notuð.

Aðferð

  1. Lesin er ein efnisgrein í einu, annað hvort upphátt eða í hljóði.
  2. Lesendur athuga hvort þeir hafi skilið textann, ef svo er ekki þarf að ræða það sem var óskiljanlegt eða leita að útskýringu, t.d. í orðabók.
  3. Kennari og nemendur hjálpast að við að taka saman meginhugsun hverrar efnisgreinar og kennari skrifar hana niður á að greina aðalatriði í texta þankasíðu, til að byrja með. Þegar nemendur hafa farið nokkrum sinnum í gegnum aðferðina geta þeir tekið við að skrifa niður meginhugsun hverrar efnisgreinar.
  4. Við lestur hverrar efnisgreinar er gott að hafa spurnarorðin hver, hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig í huga. Þau hjálpa nemendum að gera sér grein fyrir þeim atriðum sem skipta máli í textanum.
  5. Næsta efnisgrein er lesin og ferlið endurtekið, allt þar til textanum er lokið.
  6. Þegar lestri er lokið taka kennari og nemendur saman aðalatriði textans og kennari eða ritari hópsins skrifar þau niður á samantektarsíðuna endursögn. Aðeins ætti að skrifa þar þau atriði sem máli skipta fyrir heildarhugmynd textans.
Síðast breytt: mivikudagur, 10 gst 2011, 02:01 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla