Um kennsluaðferðina að greina aðalatriði í texta

 

Aðferðin að greina aðalatriði í texta er e.t.v. sú aðferð sem flestir nota í sínum lestri til þess að ná heildarskilningi texta. Mikilvægt er, við lestur hvers konar texta, að lesandinn geri sér grein fyrir lykilatriðum textans. Spurnarorð á borð við hver, hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig geta hjálpað lesandanum að kom auga á þessi lykilatriði. Það eru til margar aðferðir við að greina aðalatriði texta. Sú aðferð sem sett er fram hér byggist á aðferðum Walpoe og McKenna (2007) og McLaughlin og Allen (2009).

Þegar verið er að vinna með aðferðina í fyrsta skipti er mikilvægt að textinn sé lesinn upphátt, annað hvort af kennara eða nemanda, efnisgrein fyrir efnisgrein og allur hópurinn æfi sig saman með styrkri stjórn kennarans í að koma auga á lykilatriði textans. Mælt er með því að í fyrstu sé textinn hafður á skjávarpa eða myndvarpa og merkt við mikilvæg atriði textans þannig að allir nemendur sjái. Smám saman er hægt að láta nemendur vinna sjálfstætt með þessa aðferð og mælt er með því að þegar kennari hættir að stýra vinnu nemenda vinni þeir í litlum hópum, pörum og að lokum einstaklingslega.

Heimildir:

McLaughlin, M. og Allen, M.B. (2009). Guided comprehension in grades 3-8 (2. útgáfa). Newark: International reading association.

Walpoe, S. og McKenna, M.C. (2007). Differenciated Reading Instruction. Strategies for the Primary Grades. New York, The Guilford Press.

Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:32 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla