Kóngurinn Pelé

Dæmi um hugleiðingar nemenda og kennara við lestur textans gætu verið:

 • Hef ég heyrt eitthvað um þennan fótboltamann?
 • Mikið hefur hann verið duglegur í fótbolta, hann átti ekki einu sinni alvöru bolta þegar hann var lítill strákur.
 • Pabbi hans var líka í fótbolta, kannski hefur hann verið duglegur að leika við son sinn.
 • Hann var mjög ungur þegar hann var farinn að vinna við að spila fótbolta.
 • Ætli hafi ekki verið gaman að vinna alla þessa heimsmeistaratitla?
 • Hvernig ætli honum hafi liðið?
 • Hann var jafnvígur á báða fætur, hvað þýðir það?
 • Hjólhestaspyrnur, veit ég hvernig þær eru?
 • Get ég gert svoleiðis kúnstir?
 • Ég hef séð svoleiðis gert í sjónvarpinu.
 • Hvernig ætli sé fyrir manneskju að vera yfirlýst þjóðargersemi?
 • Hann var atvinnumaður í 18 ár. Svo hætti hann að spila opinberlega.
 • Nú vinnur hann að því að útrýma fátækt í heiminum.
 • Mér finnst það gott hjá honum að hafa tileinkað þúsundasta markið fátækum börnum í sínu heimalandi.
 • Það er kannski ekki skrýtið að hann sé kallaður kóngurinn, hann var svo svakalega góður í fótbolta.
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:30 eh