Selmatseljan

 

Dæmi um hugleiðingar nemenda og kennara við lestur textans gætu verið:

 • Hvað þýða orðin selmatselja og selstaða?
 • Af hverju ætli hún vilji ekki giftast neinum?
 • Af hverju ætli hún vilji ekki segja fósturpabba sínum að hún sé ólétt?
 • Af hverju ætli presturinn vilji að það sé fylgst með fósturdóttur sinni hverja stund þegar hún fer í selið?
 • Af hverju ætli allir hafi farið að leita kúnum og fénu eitt kvöldið?
 • Voru þau búin að gleyma að presturinn vildi að fylgst yrði með fósturdóttur hans?
 • Af hverju var hún ekki lengur ólétt þegar fólkið kom heim og af hverju sagði fólk að það hefði verið öðruvísi þykkt en barnsþykkt?
 • Er hægt að sjá það?
 • Presturinn er nú alveg ákveðinn í að gifta fósturdóttur sína. Kannski vildi hann ekki leyfa henni að ráða lengur af því hann hélt að hún hefði verið ólétt og var búin að ljúga að honum. Hún giftist en er aldrei glöð.
 • Ætli það sé af því hún fékk ekki að vera ógift áfram eða elskar hún einhvern annan?
 • Hún segir tengdamóður sinni sögu af selmatselju, það er örugglega saga af henni sjálfri.
 • Hún var þá ástfangin af huldumanni og átti barn með honum. Hún kemur upp um sig með því að segja „ég“ í sögunni.
 • Eitt sumarið koma tveir menn og bóndinn ræður þá í vinnu án þess að spyrja konu sína, samt var hún búin að biðja hann að gera það ekki. Þetta veit ekki á gott.
 • Kona hans verður ekki glöð og vill aldrei sjá mennina.
 • Af hverju ætli hún vilji ekki sjá þá?
 • Ætli það boði ógæfu?
 • Svo neyðir bóndinn hana til að hitta mennina. Þá var þetta huldumaðurinn og sonur þeirra. Konan og huldumaðurinn dóu bæði – sprungu af harmi. Er það hægt?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:28 eh