Leiðbeiningar til nemenda

 

Tilgangur

Kennsluaðferðin lesa – skrifa – spjalla hjálpar þér að muna hvað þú varst að lesa um og aðstoðar þig við að finna aðalatriði textans.

Lestu textann með áherslum og taktu eftir greinarmerkjum við lesturinn. Það hjálpar þér að ná betri skilningi.

Gögn

Hægt er að nota aðferðina án gagna en til þess að hún skili sem bestum árangri fyrir þig er gott að nota lesa – skrifa – spjalla þankasíðu til þess að þú getir skráð niður helstu hugleiðingar og spurningar sem vakna við lesturinn.  Lesa – skrifa – spjalla samantektarsíðu er svo gott að nota í lokin til þess að þú getir tekið saman helstu hugleiðingar þínar um textann.

Aðferð

  1. Lesa. Lestu eina til tvær efnisgreinar, fer eftir lengd þeirra.
  2. Hugsa. Gefðu þér smá tíma til þess að hugsa um hvað þú varst að lesa.
  3. Skrifa. Skrifaðu hjá þér hugmyndir þínar, hugsanir og spurningar á lesa – skrifa – spjalla þankasíðuna.
  4. Lesa meira. Lestu eina til tvær næstu efnisgreinar og endurtaktu ferlið þar til lestri textans er lokið.
  5. Spjalla. Ef um hópvinnu er að ræða, spjallaðu þá við hópinn þinn um hugmyndir og hugsanir þínar og spurningar.
  6. Aðalatriðin. Skrifaðu niður aðalatriðin sem rædd voru eða þú hugsaðir um (ef um einstaklingsvinnu er að ræða) á lesa – skrifa – spjalla samantektarsíðuna. Einnig er gott að skrifa niður hvaða spurningum er enn ósvarað.
  7. Ef þú átt að skila verkefninu til kennarans þá geturðu gert það núna.
Síðast breytt: laugardagur, 10 september 2011, 02:03 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla