Leiðbeiningar til kennara

Tilgangur

Tilgangur þessarar lesskilningsaðferðar er sá að nemandinn skoði sjálfur hvort hann sé að fylgjast með skilningi sínum, hann gefi sér smá tíma til þess að hugsa um lesturinn og fái dýpri skilning á textanum með því að deila hugsunum sínum með öðrum.

Notkun

Aðferðina er gott að nota þegar verið er að lesa upplýsingatexta en einnig má nota hana við lestur bókmenntatexta. Aðferðina er gott að nota á meðan að lesið er og einnig að lestri loknum.

Gögn

Gögn eru ekki nauðsynleg en gott getur verið að nota lesa – skrifa – spjalla þankasíðu á meðan að nemendur eru að ná tökum á aðferðinni. Þar er hægt að skrá niður hugleiðingar og spurningar. Þegar lestri er lokið er gott að nota lesa – skrifa – spjalla samantektarsíðu til þess að taka saman helstu hugleiðingar.

Aðferð

  1. Lesnar eru ein til tvær efnisgreinar í einu, ýmist upphátt eða í hljóði.
  2. Nemendur taka smá tíma í að hugsa um hvað þeir voru að lesa.
  3. Nemendur skrifa hjá sér spurningar og hugrenningar á lesa – skrifa – spjalla þankasíðu.
  4. Lesnar eru næstu ein til tvær efnisgreinar og leikurinn endurtekinn, allt þar til lestri textans er lokið.
  5. Nemendur ræða saman í litlum hópum um innihald textans.
  6. Nemendur taka saman aðalatriði kaflans á lesa – skrifa – spjalla samantektarsíðu þar sem fram kemur t.d. hvað var rætt um og hvaða spurningum er ósvarað.
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:15 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla