Um kennsluaðferðina lesa - skrifa - spjalla

 

Aðferðin lesa-skrifa-spjalla er komin frá Harvey og Goudvis (2007) en einnig er stuðst hér við þýðingu og staðfæringu Bergljótar V. Jónsdóttur (2010).  Flestir, sem hafa gaman af því að lesa, hafa gaman af því að segja frá því sem þeir voru að lesa. Með því að gefa sér smá tíma til þess að hugsa um innihald textans sem lokið er og tala svo um það við aðra gefur lesandanum tækifæri til þess að skilja mun betur það sem hann las, auk þess sem aðferðin hvetur fleiri til þess að taka þátt í umræðum. Með því að skrá niður hugleiðingar á þankasíðu er hægt að aðstoða lesendur við að móta hugsun sína. Þeim sem líkar betur að teikna það sem þeir hugsa geta jafnvel teiknað í stað þess að skrifa. Samantektarsíðan sem notuð er eftir lestur textans hjálpar lesandanum að gera sér grein fyrir heildarskilningi hans.

Þegar nemendur eru að vinna með aðferðina í byrjun ætti kennari að stjórna umræðum og taka virkan þátt í umræðum sjálfur. Þegar þeir hafa náð betri tökum á aðferðinni geta þeir unnið með hana í litlum hópum og svo í pörum. Hægt er að nota þessa aðferð einstaklingslega en hún gefur þá ekki færi á að spjalla við aðra um efni textans eða fá hugmyndir annarra um textann.

Heimildir:

Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir. (2010). Eflum lesskilning. Reykjavík: Háskólaprent.

Harvey, S. og Goudvis, A. (2007). Strategies that work. Teaching comprehension for understanding and engagement. Portland: Stenhouse Publishers.

Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 09:10 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla