Og enginn sagði neitt

 

Hér á eftir fara tillögur að því um hvaða atriði textans nemendur þurfa að draga ályktanir. Alls ekki er víst að það séu þessi atriði sem nemendur þurfa að draga ályktanir um. Atriðin gætu verið fleiri eða færri. Þankasíðuna ályktun út frá bakgrunnsþekkingu er gott að hafa við höndina.

 • Í fyrstu efnisgrein kemur fram að sögumanni finnist allt hafa minnkað og dregist saman. Hvers vegna ætli það sé?
 • Í fjórðu efnisgrein kemur fram að amma sögumannsins á áttræðisafmæli og hann segir að hún sé flúin í annan heim – rugluð. Hvað gæti það þýtt?
 • Í sjöttu efnisgrein talar systir Gests um að pabbi þeirra sé búinn með Einar Ben og Stephan G. og sé í miðjum Erni Arnarsyni. Hvað gæti hún átt við?
 • Í áttundu efnisgrein talar Soffía um að pabbi hennar sé með atvinnusjúkdóm. Hver er atvinnusjúkdómurinn? Hver er tengingin?
 • Í fjórtándu efnisgrein er talað um Löduna. Hvað er það?
 • Er hægt að álykta út frá textanum um hvað Soffía og Gestur eru gömul?
 • Af hverju kallar sögumaðurinn (Gestur) Árna afa sinn?
 • Af hverju finnst ömmunni Vilhjálmur pabbi sögumanns vera prestur?
 • Er eitthvað líkt með framkomu pabbans og presta?
 • Af hverju finnst ömmunni Ella föðursystir sögumanns vera Ragga gamla?
 • Hvernig líkjast þær?
 • Af hverju segir amman að Nonni sé Árni?
 • Af hverju sagði enginn neitt í lokin?
 • Af hverju segir sögumaður í lokin að Árni sé aldeilis ekki dáinn?
 • Komust þau að einhverju sem þau vissu ekki fyrir?
 • Hvaða vísbendingar fáum við í textanum um hvers son Nonni er? (Honum er lýst eins og Árna, hún kallar hann Árna, hún segir að Árni sé ekki dáinn - með sigurvissu í röddinni, hún segir við Gest að það besta komi oft síðast, Gestur segir að Nonni sé ekki vitund líkur systkinum sínum).
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 06:26 eh