Tanni í jökulsprungu

 

Hér á eftir fara tillögur að því um hvaða atriði textans nemendur þurfa að draga ályktanir. Alls ekki er víst að það séu þessi atriði sem nemendur þurfa að draga ályktanir um. Atriðin gætu verið fleiri eða færri. Þankasíðuna Ályktun út frá bakgrunnsþekkingu er gott að hafa við höndina.

 • Í fyrstu efnisgrein er talað um bíl sem er að fara á jökul. Hvernig bíll ætli þetta sé? Einnig segir Sveinn „þar á meðal var Díana Mjöll“. Hver gæti það verið?
 • Í þriðju efnisgrein talar Sveinn um sprungusvæði. Hvernig sprungur er hann að tala um?
 • Í fjórðu efnisgrein segir Sveinn að það hafi verið mikilvægt að koma öllum út án þess að hræða fólkið. Af hverju var það mikilvægt?
 • Í fimmtu efnisgrein minnist Sveinn á Tomma. Hvað geta nemendur ályktað út frá þeirri málsgrein? (Minnst er aftur á Tómas seinna en þeirra ævintýri eru ekkert útskýrð nánar í þessum kafla).
 • Í sjöttu efnigrein stendur „...hékk bíllinn á hálfri tönninni og fremsta hjólinu í beltinu...“ Hvernig bíll er þetta sem Sveinn og ferðafélagar eru á?
 • Í áttundu efnisgrein segir Sveinn að auðvitað hafi enginn viljað vera í súlulausu tjaldi. Af hverju ekki? Af hverju segir hann að það hafi engan tilgang að láta vita um afdrif þeirra?
 • Í tíundu efnisgrein segir Sveinn: „Ég vildi ekki fá yfir mig múg og margmenni og stofna þannig fjölda fólks í hættu“. Af hverju gæti það verið hættulegt fyrir fólkið? Þar kemur líka fyrir orðatiltækið „það væsti ekki um okkur“. Hvað gæti það þýtt?
 • Í tólftu efnisgrein er aftur talað um Díönu Mjöll. Gefa þær upplýsingar okkur betri vísbendingar um hver hún er?
 • Í þrettándu efnisgrein talar Sveinn um „að grípa til stauranna“. Hvað er hann að meina?
 • Í fimmtándu efnisgrein segir Sveinn að það hafi verið stórkostlegt að ná bílnum upp á fast land, óskemmdum. Af hverju finnst honum það?
 • Í sextándu efnisgrein endar Sveinn á að segja að þetta atvik hafi breytt afstöðu hans en ekkert kemur fram hvernig. Geta nemendur ályktað hvernig afstaða hans hefur breyst út frá því sem þeir hafa lesið?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 06:22 eh