Réttindi sem allt mannkynið ætti að hafa

 

Hér á eftir fara tillögur að því um hvaða atriði textans nemendur þurfa að draga ályktanir. Alls ekki er víst að það séu þessi atriði sem nemendur þurfa að draga ályktanir um. Atriðin gætu verið fleiri eða færri. Þankasíðuna Ályktun út frá bakgrunnsþekkingu er gott að hafa við höndina.

  • Í kaflanum „Að stýra eigin neyslu“ er talað um gamalt kínverskt máltæki:“Ef þú átt meira en sjö hluti þá eiga hlutirnir þig“. Hvað gæti Kínverjinn sem sagði þetta í upphafi hafa verið að meina? Hvernig á þetta við í dag?
  • Talað er um börnin Gísla og Rakel, hver gætu þau verið?
  • Talað er um grundvallarþarfir. Hvaða skyldi felast í því hugtaki?
  • Talað er um barnasáttmála. Af hverju ætli hafi þurft að setja sérstakan sáttmála fyrir börn? Er mannréttindasáttmáli ekki nóg?
  • Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Hafa nemendur heyrt um þær og þá í hvaða samhengi? 
  • Í þarfapíramída Maslows eru líffræðilegar þarfir settar neðst og hafðar númer eitt. Af hverju ætli það sé?
Síðast breytt: mivikudagur, 14 september 2011, 09:01 eh