Leiðbeiningar til nemenda

 

Tilgangur

Kennsluaðferðin að álykta út frá bakgrunnsþekkingu hjálpar þér að skilja textann og setja hann í samhengi við það sem þú veist nú þegar.

Lestu textann með áherslum og taktu eftir greinarmerkjum við lesturinn. Það hjálpar þér að ná betri skilningi.

Gögn

Þú þarft að hafa þankasíðuna ályktun út frá bakgrunnsþekkingu hjá þér eða opna hana í tölvunni.

Aðferð

  1. Lestur. Lestu eina efnisgrein textans.
  2. Ályktun? Hugsaðu um hvort það séu einhver atriði í textanum sem eru ekki alveg ljós og hvort þurfi að álykta um eitthvað.
  3. Þín reynsla. Hugsaðu um reynslu þína um viðfangsefnið eða þær sambærilegu aðstæður sem þú hefur upplifað eða heyrt um. Ef þú ert að vinna með hóp ræddu þá reynslu þína við aðra í hópnum.
  4. Bakgrunnsþekking. Í fremsta dálkinn sem merktur er bakgrunnsþekking skráir þú þína þekkingu og reynslu sem getur hjálpað þér að skilja textann.
  5. Vísbendingar. Í næsta dálk, sem merktur er vísbendingar, skráir þú þær vísbendingar sem þú færð í textanum og getur tengt við þína bakgrunnsþekkingu.
  6. Ályktun. Í síðasta dálkinn, sem merktur er ályktun, skrifar þú þær ályktanir sem þú ályktar út frá bakgrunni þínum og vísbendingum úr textanum.
  7. Lestu næstu efnisgrein og endurtaktu lið 1 til 6 þar til lestri textans er lokið.
  8. Ef þú átt að skila verkefninu til kennarans geturðu gert það núna.
Síðast breytt: laugardagur, 10 september 2011, 02:02 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla