Mér eru allir vegir færir

 

Þau orð og orðasambönd sem hugsanlega gætu vafist fyrir lesendum eru þrengingar, kommúnistar, efnahagsástand, að flytjast búferlum, sígaunar, aðlagast, samlandar, algilt, agi, viðhorf, ávarpa, skírnarnafn, hindranir.

Hugmyndir að kennaralegum spurningum:

 • Af hverju kusu margir Pólverjar að leita að vinnu í öðrum löndum?
 • Hvað hefur Katarína búið lengi á Íslandi?
 • Hver átti hugmyndina af því að flytja til Íslands?
 • Hvernig tóku Íslendingar á móti Katarínu og fjölskyldu hennar?
 • Af hverju leið Katarínu ekki vel á Íslandi til að byrja með?
 • Hvernig eru samskipti Katarínu við íslensku krakkana?
 • Hvers vegna líkaði pólsku krökkunum það illa þegar vinkona Katarínu eignaðist íslenska vinkonu?
 • Af hverju gekk Katarínu hálf illa að tala við vinkonur sínar úti í Póllandi þegar hún heimsótti þær?
 • Hver er helsti munurinn á íslenskum og pólskum skóla?
 • Hvað ætlar Katarína að gera eftir að hún hefur lokið grunnskóla?
 • Hvernig gekk Katarínu í lokaprófunum í grunnskóla?
 • Hvernig líkar Katarínu að búa á Íslandi í dag?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 04:58 eh