Skipt um dekk

 

Þau orð og orðasambönd sem hugsanlega gætu vafist fyrir lesendum eru aðvörunarljós, sjálfskiptur, beinskiptur, tjakkur, felgulykill, hnúður, rær, rangsælis, staðlaður, krossfelgulykill, trjádrumbur, skorða, boltar.

Hugmyndir að kennaralegum spurningum:

  • Hvernig þarf undirlagið að vera þar sem þú skiptir um dekk?
  • Hvað þarft þú að gera ef þú ert á beinskiptum bíl til þess að vera viss um að bíllinn renni ekki af stað?
  • Hvar þarf að passa að staðsetja tjakkinn?
  • Í hvora átt þarf að losa rærnar?
  • Hversu langt þarf að lyfta dekkinu frá jörðinni?
  • Hvenær er hægt að taka rærnar af?
  • Hvar á að staðsetja dekkið eftir að það hefur verið tekið af?
  • Hvers vegna á að herða allar rærnar smátt og smátt og fara hring eftir hring?
  • Hvenær á að setja hetturnar á rærnar?
  • Af hverju þarft þú að vera með varadekk sem er í lagi?
Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 04:57 eh