Hvernig virkar GPS staðsetningakerfið?

 

Áður en lestur hefst væri hægt að spyrja nemendur:

 • Um hvað halda nemendur að textinn sé?
 • Hvað vita þeir um GPS? Vita þeir hvað það er?
 • Hafa þeir séð svoleiðis tæki?
 • Kunna þeir á svoleiðis tæki?
 • Vita þeir hvernig tækið getur vitað hvar maður er staddur í veröldinni?

Fyrsta efnisgrein er lesin.

 • Efnisgreinin er mjög stutt. Kennari getur samt sem áður spurt hvort allir hafi skilið textann. Skildu allir ensku orðin? Hvað þýðir þegar sagt er í 19.300 metra hæð?
 • Kennaraleg spurning gæti t.d. verið: Hversu margir gervihnettir eru í kjarna kerfisins? Kennari getur kallað eftir fleiri spurningum.
 • Kennmari minnir nemendur á að skrifa spurningar og svör á þankasíðuna.
 • Í svona stuttum efnisgreinum getur verið erfitt að finna kjarnann en e.t.v. er aðalatriðið hvað GPS stendur fyrir.
 • Samantekt eða kjarni efnisgreinarinnar er skrifaður á samantektarsíðu. Það er stjórnandi eða ritari sem skrifar.
 • Kennari og nemendur spá fyrir um framhald textans. Kennari getur spurt: Hvað haldið þið að komi næst í textanum?

Önnur efnisgrein er lesin.

 • Orð sem gætu þarfnast útskýringa: atómklukka, sjóndeildarhringur, sífella, útvarpsbylgjur
 • Kennaralegar spurningar gætu t.d. verið: Hvað eru margir gervihnettir alltaf innan sjóndeildarhrings? Hvernig bylgjur fær GPS tækið frá gervihnöttunum?
 • Kennari minnir nemendur á að skrifa spurningar og svör á þankasíðuna.
 • Meginatriði efnisgreinarinnar eru þau að gervihnettirnir eru staddir á ákveðnum stöðum og senda frá sér ákveðið númer. GPS tækið fær send þessi númer með útvarpsbylgjum og reikar út frá því staðsetningu sína.
 • Samantekt eða kjarni efnisgreinarinnar er skrifaður á samantektarsíðu. Ef hópurinn vinnur saman með eina síðu er það er stjórnandi sem skrifar, eða ritari hópsins.
 • Kennari og nemendur spá fyrir um framhald textans. Kennari gæti spurt: Hvað haldið þið að komi næst í textanum?

Þriðja efnisgrein er lesin.

 • Orð sem gæti þarfnast útskýringa: skeiki.
 • Kennaralegar spurningar: Hversu nákvæmlega mælir tækið? Hverju getur munað? Hvenær skiptir mikil nákvæmni máli?
 • Farið í gegn um allt eins og í fyrri efnisgreinum.

Fjórða efnisgrein er lesin.

 • Orð sem gæti þarfnast útskýringa: hernaðarnot.
 • Kennaralegar spurningar: Til hvers var kerfið þróað í fyrstu? Hvað heitir nýtt kerfi sem tekið verður í notkun árið 2013?
 • Farið er í gegn um allt eins og í fyrri efnisgreinum.

Þegar lestri er lokið les stjórnandi yfir samantektarsíðuna og hlustendur geta komið með athugasemdir, finnist þeim eitthvað vanta eða einhverju vera ofaukið.

Síðast breytt: rijudagur, 2 gst 2011, 04:57 eh