Leiðbeiningar til nemenda

 

Tilgangur

Kennsluaðferðin K-V-L hjápar þér að gera þér grein fyrir hvað þú veist nú þegar um viðfangsefnið sem þú ert að fara að lesa um og hjálpar þér við að skipuleggja hvað þú vilt eða þarft að vita um efnið.

Lestu textann með áherslum og taktu eftir greinarmerkjum við lesturinn. Það hjálpar þér að ná betri skilningi.

Gögn

Þú þarft að hafa K-V-L þankasíðu eða K-V-L-M þankasíðu hjá þér eða opna hana í tölvunni. Einnig þarftu að hafa K-V-L(-M) samantekt efnisatriða við höndina eða í tölvunni.

Aðferð

  1. Kann.Veltu því fyrir þér hvað þú veist nú þegar um viðfangsefnið sem þú ert að fara að lesa um. Skrifaðu það í dálk K (fyrir kann).
  2. Vil vita. Veltu því fyrir þér hvað þú vilt vita um viðfangsefnið, ef það gengur illa þarft þú að velta fyrir þér hvaða svör textinn gefur þér hugsanlega um viðfangsefnið. Skrifaðu það í dálk V (vil vita).
  3. Lestur. Lestu textann.
  4. Hef lært. Þú mátt ráða hvort þú skrifar svör sem þú færð við spurningum þínum um leið og þú lest textann eða eftir lestur hans. Svörin skrifar þú í dálk L (hef lært).
  5. Lestu yfir alla dálkana (K-V-L) og athugaðu hvort öllum spurningum hefur verið svarað.
  6. Notaðu upplýsingarnar sem þú hefur skrifað niður á K-V-L þankasíðuna til þess að draga saman helstu efnisatriði textans. Skrifaðu helstu efnisatriði textans á síðuna K-V-L(-M) samantekt efnisatriða.
  7. Ef til vill er dálkur á eyðublaði þínu merktur M (vil vita meira). Í hann skrifar þú hvað þú vilt eða þarft að vita meira um viðfangsefnið og hvaða spurningum var ósvarað. Þú getur svo gert áætlun um það hvernig hægt er að nálgast svör við þessum spurningum.
  8. Ef þú átt að skila verkefninu til kennarans geturðu gert það núna.
Síðast breytt: laugardagur, 10 september 2011, 02:02 eh
Hlaupa yfir Stikla

Stikla