Hlaupa yfir Stikla

Stikla

Um vefinn.

Ég skil !! er lesskilningsvefur ætlaður unglingum. Á honum er að finna sex mismunandi aðferðir til að æfa og auka lesskilning. Hverri aðferð fylgja leiðbeiningar til kennara og nemenda, textar til æfinga, þankasíður og samantektarsíður til að vinna samhliða lestri textanna og hugmyndir fyrir kennara. Textana er hægt að lesa í tölvunni eða prenta út. Einnig er hægt að prenta út þankasíður og samantektarsíður eða vinna þær í tölvunni og senda úrlausnir með tölvupósti til kennara. Textarnir sem fylgja koma úr ýmsum áttum og geta nýst fleiri aðferðum en nákvæmlega þeirri sem þeir fylgja.

Vefurinn er hugsaður sem tæki kennara til að kynna nemendum, sem þurfa á kennslu í lesskilningsaðferðum að halda, tökin á nokkrum aðferðum sem hafa reynst vel. Mikilvægt er að smám saman tengi kennarar aðferðirnar því námsefni sem nemendur fást við dags daglega og færi stjórnun í hendur nemendanna sjálfra, í litlum skrefum,  þannig að nemendur geti notað lesskilningsaðferðirnar á sjálfstæðan hátt í framtíðinni.

Hlaupa yfir Dagatal

Dagatal

Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 Í dag rijudagur, 20 febrar 20 21 22 23 24
25 26 27 28    
Hlaupa yfir Innskrá